Stuðningsvalkostir fyrir notendur í viðskiptumMicrosoft veitir fjölbreyttar stuðningsþjónustur sem uppfylla þínar þarfir. Þjónusta við lítil og meðalstór fyrirtækiSjálfshjálp
Aðstoð hjá samstarfsaðilum Microsoft (Microsoft Partners)Samstarfsaðilar Microsoft (Microsoft Partners) eru tæknisérfræðingar sem miðla Microsoft-lausnum til viðskiptavina. Notaðu Microsoft Pinpoint til að finna tæknisérfræðing (Enska), hugbúnað og faglega aðstoð til að leysa sértæk tæknivandamál fyrirtækja og styðja við langtímamarkmið. Þjónusta Microsoft við fagaðilaSérfræðingar Microsoft hjálpa þér að greina vandamál varðandi forritun, notkun og stjórnun hugbúnaðar frá Microsoft í viðskiptaumhverfi. Hægt er að greiða fyrir hvert tilvik („Pay-per-incident“, PPI). Í þjónustu fyrir fagaðila er veittur stuðningur fyrir vörur frá Microsoft, með áherslu á úrræðaleit í sértækum vandamálum, villuskilaboðum eða virkni sem ekki gengur eins og ætlast er til. Í tilviki felst tækniþjónustuvandamálið sem krefst stuðnings og sú vinna sem má með góðu móti ætlast til að sé innt af hendi til að leysa það. Tilkynna ætti um tilvik á netinu. Viðbragðstími er frá tveimur og upp í átta klukkustundir, eftir alvarleika tilviks. Algengar spurningar - þjónusta við fagaðilaHver er áætlaður viðbragðstími fyrir þjónustu við fagaðila?Viðbragðstíminn í byrjun fer eftir alvarleika málsins.
Tilvik sem er tilkynnt sem Alvarleiki A (framleiðslunetþjónn, þjónusta eða forrit í framleiðslu liggur niðri eða viðskiptakerfi virkar ekki sem veldur alvarlegri vinnustöðvun) fær svar innan tveggja tíma og nýtur þjónustu allan sólarhringinn þar til vandamálið er leyst. Vandamál í alvarleika A krefjast þess að starfsmenn fyrirtækisins og tilföng þess séu til taks til að vinna að vandamálinu og hugsanlga allan sólarhringinn þar til það er leyst. Vandamál sem eru tilkynnt í Alvarleika B eða C fá svar á hefðbundnum skrifstofutíma. Hvernig er „tilvik“ skilgreint?Í tilviki felst tækniþjónustuvandamálið sem krefst stuðnings og sú vinna sem má með góðu móti ætlast til að sé innt af hendi til að leysa það. Stakt tækniþjónustuvandamál er vandamál sem ekki er hægt að greina niður í undirskipuð vandamál. Ef unnt er að greina vandamálið niður í undirskipuð vandamál telst hvert þeirra vera sérstakt tilvik. Til að leysa úr tilviki þar sem óskað er aðstoðar kann að vera nauðsynlegt að leita til margra aðila og afla heimilda annars staðar en á netinu. Tíminn sem það tekur að veita þessa þjónustu er ótengdur upphæðinni sem kemur til greiðslu. Get ég verið viss um að vandamálið verði leyst?Tæknimenn okkar munu reyna að finna lausn á vandanum en engu að síður getur Microsoft ekki ábyrgst að hægt sé að leysa úr öllum málum vegna þess hversu mismunandi tölvur viðskiptavina okkar eru. Viðskiptavinir geta farið fram á að máli sé lokað áður en lausn finnst, en Microsoft tekur þá ákvörðun um hvort greiða þurfi fyrir þjónustuna. Hvað telst vera viðunandi lausn á vandamálinu?Þegar leitað er til þjónustudeildar mun tæknimaður skilgreina vandamálið í samráði við viðskiptavininn. Málinu verður lokað þegar tæknimaðurinn hefur séð þér fyrir einni eða fleiri af þeim lausnum sem til greina koma. Ef tæknimanni er ekki unnt að leysa úr vandanum verður viðskiptavinurinn látinn vita og málinu verður lokað með stöðuna „óleyst“. Microsoft ákvarðar hvort greiða þurfi fyrir óleyst mál. Er eitthvað sem þjónusta við fagaðila nær ekki til?
Til að kanna hvort varan þín njóti enn stuðnings:Heimsæktu https://support.microsoft.com/is-is/gp/lifecycle til að kanna hvort varan uppfylli enn skilyrði. Hvað ef ég hef spurningar um greiðslur varðandi kreditkortakaup mín?Heimsæktu https://accounts.microsoft.com til að fá svör við spurningum um greiðslur varðandi kreditkortakaup. Aðstoð fyrir fagaðila í upplýsingatækni og forritaraSjálfshjálp
Aðstoð hjá samstarfsaðilum Microsoft (Microsoft Partners)Samstarfsaðilar Microsoft (Microsoft Partners) eru tæknisérfræðingar sem miðla Microsoft-lausnum til viðskiptavina. Notaðu Microsoft Pinpoint til að finna tæknisérfræðing (Enska), hugbúnað og faglega aðstoð til að leysa sértæk tæknivandamál fyrirtækja og styðja við langtímamarkmið. Þjónusta með áætlun MicrosoftSértu þátttakandi í eftirtöldum Microsoft-áætlunum gætir þú átt rétt á gjaldfrírri aðstoð vegna tilvika, í gegnum síma eða á netinu.
Algengar spurningar - þjónusta við fagaðilaHver er áætlaður viðbragðstími fyrir þjónustu við fagaðila?Viðbragðstíminn í byrjun fer eftir alvarleika málsins.
Tilvik sem er tilkynnt sem Alvarleiki A (framleiðslunetþjónn, þjónusta eða forrit í framleiðslu liggur niðri eða viðskiptakerfi virkar ekki sem veldur alvarlegri vinnustöðvun) fær svar innan tveggja tíma og nýtur þjónustu allan sólarhringinn þar til vandamálið er leyst. Vandamál í alvarleika A krefjast þess að starfsmenn fyrirtækisins og tilföng þess séu til taks til að vinna að vandamálinu og hugsanlga allan sólarhringinn þar til það er leyst. Vandamál sem eru tilkynnt í Alvarleika B eða C fá svar á hefðbundnum skrifstofutíma. Hvernig er „tilvik“ skilgreint?Í tilviki felst tækniþjónustuvandamálið sem krefst stuðnings og sú vinna sem má með góðu móti ætlast til að sé innt af hendi til að leysa það. Stakt tækniþjónustuvandamál er vandamál sem ekki er hægt að greina niður í undirskipuð vandamál. Ef unnt er að greina vandamálið niður í undirskipuð vandamál telst hvert þeirra vera sérstakt tilvik. Til að leysa úr tilviki þar sem óskað er aðstoðar kann að vera nauðsynlegt að leita til margra aðila og afla heimilda annars staðar en á netinu. Tíminn sem það tekur að veita þessa þjónustu er ótengdur upphæðinni sem kemur til greiðslu. Get ég verið viss um að vandamálið verði leyst?Tæknimenn okkar munu reyna að finna lausn á vandanum en engu að síður getur Microsoft ekki ábyrgst að hægt sé að leysa úr öllum málum vegna þess hversu mismunandi tölvur viðskiptavina okkar eru. Viðskiptavinir geta farið fram á að máli sé lokað áður en lausn finnst, en Microsoft tekur þá ákvörðun um hvort greiða þurfi fyrir þjónustuna. Hvað telst vera viðunandi lausn á vandamálinu?Þegar leitað er til þjónustudeildar mun tæknimaður skilgreina vandamálið í samráði við viðskiptavininn. Málinu verður lokað þegar tæknimaðurinn hefur séð þér fyrir einni eða fleiri af þeim lausnum sem til greina koma. Ef tæknimanni er ekki unnt að leysa úr vandanum verður viðskiptavinurinn látinn vita og málinu verður lokað með stöðuna „óleyst“. Microsoft ákvarðar hvort greiða þurfi fyrir óleyst mál. Er eitthvað sem þjónusta við fagaðila nær ekki til?
Til að kanna hvort varan þín njóti enn stuðnings:Heimsæktu https://support.microsoft.com/is-is/gp/lifecycle til að kanna hvort varan uppfylli enn skilyrði. Hvað ef ég hef spurningar um greiðslur varðandi kreditkortakaup mín?Heimsæktu https://accounts.microsoft.com til að fá svör við spurningum um greiðslur varðandi kreditkortakaup. Aðrir þjónustuvalkostirHeimsæktu support.microsoft.com til að finna sjálfshjálp og gögn frá samfélaginu. Aðstoð við Premier-viðskiptaviniEf þitt fyrirtæki þarf þjónustu á premium-stigi allan sólarhringinn alla daga vikunnar hjá tilnefndum tæknilegum reikningsstjóra til að greina stuðningskosti fyrir viðskiptavini sem falla að þínu upplýsingatækniumhverfi, eða ef þú ert þegar Premier-viðskiptavinur og þarft aðstoð, þá skaltu fara á Microsoft Premier Support. (Enska) Aðstoð við samstarfsaðila MicrosoftEf þú ert samstarfsaðili Microsoft og leitar að stuðningskostum sem hjálpa þér að veita viðskiptavinum þínum sem besta þjónustu þá skaltu skoða stuðningsfríðindi þín hjá MPN (Enska). Stuðningsamfélag samstarfsaðila Microsoft (Microsoft Partner Support Community) (Enska) er í boði fyrir alla samstarfsaðila og veitir ótakmarkaða, gjaldfría aðstoð vegna fyrirspurna tæknilegs og ekki tæknilegs eðlis, þar sem svör berast alltaf, vanalega eftir bið í einn virkan dag (fer eftir spjallsvæðinu og aðildarstigi notanda). Ráðgjafarþjónustur MicrosoftEf þú ert að leita að þjónustu vegna stefnumörkunar í upplýsingatækni, forritunar eða innviða til hjálpa þér að hanna, innleiða og nota leiðandi tækni frá Microsoft í þínu fyrirtæki skaltu heimsækja Ráðgjafarþjónustur Microsoft (Microsoft Consulting Services). (Enska) |